Klaustur – Þeistareykir – Mývatn. Skíðaferð

Brottför kl. 9, Skíðaferð, farið á einkabílum, frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson 
Verð: kr. 6.900/5.900 Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Ekið að Klaustri á Mývatnsöræfum austan Námaskarðs og gengið norður að Þeistareykjum og gist þar. Næsta dag er haldið til baka að Mývatni. Þetta er stórkostleg gönguleið og frábært útivistarsvæði sem svíkur engan. Vegalengd um 50 km.