Næsta ferð

26. apríl. Kaldbakur, 1173 m. Skíða- og snjóbílaferð  

Þessi ferð verður í samvinnu við Kaldbaksferðir ehf. Farið á eitt hæsta fjall við utanverðan Eyjafjörð. Hægt að velja um hvort gengið er á fjallið eða farið með snjóbíl Kaldbaksferða (ekki innifalið í verðinu).
Fararstjóri: Árni Björnsson.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 9.00

Hægt er að skrá sig í ferðina hér á heimasíðunni, eða á skrifstofu félagsins sem er opin á föstudögum kl. 17.00-19.00.

Hér er ábending til ferðalanga Ferðafélags Akureyrar:
Af gefnu tilfelli vil ég benda á að ef ekki nógu margir skrá sig í ferðina fyrir kl. 19.00 á föstudögum verður hún felld niður. Það er sem sagt ekki nóg að mæta um leið og ferðin er farin á laugardags- eða sunnudagsmorgnum,  þar sem sú hætta er á að fólk geti þá komið að lokuðum dyrum. 
Roar Kvam
formaður ferðanefndar