Áður fjölfarin leið
Ekið að bænum Syðri-Tungu á Tjörnesi og þaðan gengið um Skarðsbrekku og Tunguheiði að Fjöllum í Kelduhverfi.
Göngutími 5-6 klst., vegalengd ca.15 km. Tunguheiði er fjallvegur yfir Tjörnesfjallgarð milli bæjanna Syðri-Tungu og Fjalla. Hún er brött að austan
en aflíðandi niður Tjörnesið. Uppi á henni ber Biskupsás (532 m) þaðan sem útsýni er gott á góðum degi. Heiðin var
fjölfarin á meðan Keldhverfingar sóttu verslun til Húsavíkur.
Fararstjóri Sigurgeir Sigurðsson og brottför er frá skrifstofu FFA kl.8:00.
Verð kr. 3.900.-/4.700.- (fararstjórn og rúta)