Næstu ferðir FFA

Næstu ferðir FFA eru á Kaldbak (1167 m) í Eyjafirði og Tröllafjall (1483 m.) í Glerárdal. 29. ágúst. Kaldbakur, 1173 m.  
Kaldbakur ein af perlum Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór varða hlaðinn af dönsku herforingjastjórninni árið 1914.
Fararstjóri: Björn Ingólfsson.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 8.00

30. ágúst. Tröllafjall, 1483 m.   
Ekið á bílastæðið við réttina. Gengið yfir göngubrúna á Glerá og inn bakkana að vestan, síðan yfir göngubrúna á Fremri-Lambá og upp með ánni á norðuröxlina á Tröllafjalli.
Fararstjóri: Ingimar Eydal.
Verð: kr. 1.000 / kr. 1.500
Brottför frá FFA kl. 8.00