Ný ferð 6. júní: Galmaströnd

Galmaströnd. Gönguferð  

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson
Verð: 3.500/2.000 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Áhugaverð gönguleið. Gengið frá Freyjulundi niður Pálmholtsveg og út á Hjalteyri. Gengið eftir nýjum stíg vestan tjarnarinnar og þaðan upp ásana að gamla Arnarnesveginum. Gengið suður ásana eftir hestagötum yfir Bjarnarhól og endað á sama stað við Freyjulund. Fjölbreytt leið og mikið fuglalíf. Nauðsynlegt að vera í góðum gönguskóm. Vegalengd um 12 km. Gönguhækkun lítil. Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og huga að persónulegum sóttvörnum. Munið að skrá ykkur hér.