Nýi Dreki

Nýr skáli við Drekagil var vígður í gær við mikla viðhöfn. Hópur manns sem komið hefur að byggingu skálans með ýmsu móti var viðstaddur og gerði sér glaðan dag.

Mikil viðbót er að þessum skála en hann tekur um 40 manns í gistingu en oft hefur verið þröngt um manninn í Dreka og yfir hásumartímann hafa færri komist að en vildu. Margir félagar okkar og velunnarar hafa lagt á sig ómælda sjálfboðavinnu við smíði þessa skála og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Svo nú er ekkert að vanbúnaði að drífa sig í Dreka og gista að minnsta kosti eina nótt í þessu glæsilega húsi, nóg er nú plássið, en kannski vert að panta samt fyrst hjá skálaverði.

Góða ferð......