Öskjuvegurinn 20.-24. júlí 2012

FFA efndi til ferðar á Öskjuveginn 20.-24. júlí 2012. Ekið var um Herðubreiðarlindir og gist í Dreka. Daginn eftir var farið í Öskju og að Svartá við Vaðöldu. Þann 22. júlí var gengið í ágætu veðri yfir Jónsskarð í Dyngjufell. Þann 23. júlí var gengið í norðan súld í Botna og þ. 24. júlí var haldið niður með Suðurá í Svartárkot. Þátttakendur voru 12, auk fararstjóra, bílstjóra og kokks.