Raðganga 1: Siglufjörður - Héðinsfjörður. Myndir
8. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið verður gegnum göngin þrjú til Siglufjarðar. Gangan hefst rétt við göngin Siglufjarðarmegin þaðan sem gengið er yfir
Hestskarðið og yfir í Héðinsfjörð þar sem bíll hafði verið skilinn eftir. E.t.v. skroppið til Siglufjarðar í kaffi.
Vegalengd um 6 km. Hækkun 530 m.