Skráning á póstlista

Nú getur fólk skráð sig á póstlista hér á síðunni, ef það vill fá fréttir af starfi félagsins.

Er ráðgert að í sumar verði sendar út fréttir reglulega af starfsemi Ferðafélagsins, um næstu ferðir, vinnuferðir og aðra viðburði hjá félaginu. Aðeins þarf fólk að skrá netfangið sitt hér neðanlega á síðuna hægra megin og staðfesta skráningu og þar með er fólki komið á póstlista félagsins.
Einnig er hægt að senda félaginu ábendingar og athugasemdir, það er gert undir hnappnum hafa samband.