Skráning í hreyfiverkefnið Núvitund í náttúrunni er hafin

Undirbúningur fyrir hreyfiverkefni sumarsins er í fullum gangi.

Verkefnið Núvitund í náttúrunni er tilbúið og komið á heimasíðu FFA þar sem hægt er að skrá sig.

Í því verkefni verður farið í léttar gönguferðir þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum núvitundar­æfingar úti í náttúrunni. Verkefnið er einnig tilvalið fyrir fólk sem vill undirbúa sig undir göngur sumarsins. Um er að ræða fimm skipti á tímabilinu 20. apríl til 11. maí, fræðsla ásamt styttri og lengri ferðum. Sjá nánar hér

Annað gönguverkefni hefst 21. maí og lýkur 16. júní, það verður auglýst síðar.