Þauli Eyjafjarðar 2021 - kynning

Þaulinn, hinn sívinsæli gönguleikur Ferðafélags Akureyrar, verður kynntur í húsnæði FFA Strandgötu 23, þriðjudaginn 15. júní kl. 17.00

Þaulinn er skemmtileg og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna og tækifæri til  hollrar útiveru í Eyjafirði. Fjölbreyttar útivistarvörur í vinninga fyrir þá sem verða heppnir þegar dregið verður úr innsendum svarblöðum.

Á kynningunni verða gefnar upplýsingar um gönguleiðir í leiknum og út á hvað hann gengur. Um leið er hægt að skrá sig í leikinn og fá Þaula-bæklinginn. Fyrsta stöðin í leiknum er á skrifstofu FFA.