Verðlaunaafhending Þaulans

Í dag var verðlaunaafhending í gönguleik FFA, Þaulanum. Þátttökublöð sem skilað var hefðu mátt vera fleiri og hvetjum við alla sem atka þátt á næsta ári að skila inn þátttökublöðum.
Allir krakkarnir sem skiluðu inn þátttkublaði höfðu farið á fjóra staði en þau sem það gera fá sérstök verðlaun. Auk þess voru dregin út verlaun í flokki barna og í flokki fullorðinna.
Við þökkum öllum krökkunum svo og fullorðna fólkinu fyrir þátttökuna. Haft verður samband við þá sem voru dregnir út en komust ekki.
Við þökkum líka þeim fyrirtækjum sem gáfu verðlaunin en það voru þessi:
Greifinn, Fjallakofinn, Halldór úrsmiður, Icewear, Kjarnafæði, Skíðaþjónustan, Sportver og Verksmiðjan.