Vinnuferð í Laugafell 7.-9. ágúst 2015

Síðustu helgi var farið í vinnuferð í Laugafell til þess að skipta um klæðningu á gamla skálanum. Skálinn var byggður 1948 og er því kominn á eftirlaunaaldur (67 ára) en er þó í góðu standi þrátt fyrir aldur. Einungis náðist að klára að klæða að nýju með krossvið og eftir er að klæða sjálfan panelinn á en það verður gert í næstu vinnuferð sem áætluð er helgina 21.-23. ágúst.

Myndir úr ferðinni er hægt að sjá hér á síðunni undir Myndir > Vinnuferðir (http://www.ffa.is/is/myndir/vinnuferdir)