Áslaug Melax

Áslaug ólst upp í Reykjavík og flutti til Akureyrar árið 2016. Þörf fyrir útivist og útiveru var alltaf til staðar en árið 2006 lagði hún upp í sína fyrstu ferð með allt á bakinu og varð þá ekki aftur snúið. Áslaug var í öflugum gönguhópi í mörg ár og hefur gengið til fjalla í flestum landshlutum og tindarnir orðnir óteljandi. Þrátt fyrir fjallabakteríu leggur Áslaug áherslu á fjölbreytni í útivist og eiga hjól og skíði einnig stóran sess.  Áslaug hefur sérstakan áhuga á jöklagöngum og finnst fátt betra en að byrja vorið með góðri göngu á Öræfajökli. Árið 2014 kláraði Áslaug gönguleiðsögn frá MK og hefur síðan þá tekið að sér ýmis leiðsagnar verkefni.  

Áslaug hefur lengst af starfað sem einhverfuráðgjafi á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins en er nú ráðgjafi á fræðslusviði Akureyrarbæjar. 

Áslaug byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2021 og mun leiða hreyfihópinn Gengið inn í haustið með FFA með Óskari Ingólfssyni. 

Uppáhalds útivistarsvæði Áslaugar: 

 Hálendið í öllu sínu veldi, umhverfi Öræfajökuls og Þórsmörk er engri lík.