Fararstjórar

Til baka

Þórey Sjöfn Sigurðardóttir

Fararstjóri

Þórey er Vestfirðingur en hefur búið á Akureyri í 11 ár. Þörfin fyrir að hreyfa sig byrjaði snemma en aðeins sjö ára gömul byrjaði hún að æfa frjálsar íþróttir. Hún hefur stundað hlaup síðan 2009 auk þess að aðstoða við þjálfun hlaupara á Akureyri í nokkur ár.

Þórey, sem er menntaður íþróttakennari, kennir íþróttir og sund við Naustaskóla. Hún er gift og á fjögur börn.

Áhugamálin eru mörg og má t.d. nefna útivist, hreyfingu og prjónaskap.

Þórey er alin upp á Þingeyri við Dýrafjörð en það svæði býður upp á mikla möguleika til útivistar og þar eru ótal skemmtilegar hlaupaleiðir og má því segja að Þórey sé alin upp við náttúruhlaup.

Uppáhalds hlaupastaðurinn er Kjarnaskógur sem býður upp á endalausa möguleika í hlaupum auk svæðisins þaðan upp á Súlubílastæði.

Þórey gekk til liðs við FFA haustið 2023 þegar hún tók að sér hreyfiverkefnið Náttúruhlaup.