Fararstjórar

Til baka

Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Fararstjóri

Unnur er fædd og uppalin í Reykjavík, hún er táknmálstúlkur að aðalstarfi en kennir auk þess fyrstu hjálp fyrir Landsbjörg og við Rauða krossinn. Hún fékk ferða- og útivistaráhugann snemma frá foreldrum sínum og í skátastarfi og hélt áfram að sinna útivistinni í gegnum starf með björgunarsveitinni á Akureyri eftir að hún fluttist norður. Unnur hefur stundað útivist á allskonar mismunandi vegu og lærði m.a. ævintýraleiðsögn við Keili/Thomson Rivers University. Undanfarin ár hafa hjólreiðar átt hug hennar allan og hefur hún farið víða, bæði á götu- og fjallahjólinu.

Uppáhaldsstaðir eru jöklar landsins og hver sá slóði sem skemmtilegt er að hjóla.
Unnur byrjaði fararstjórn hjá FFA 2021 og þá með „Fjallahjólahóp FFA“ ásamt Guðrúnu Jakobsdóttur.