- 47 stk.
- 03.06.2012
20120602 Hvarfshnjúkur Rimar Lagt var af stað frá Akureyri kl 8 að morgni laugardags 2. júní í heiðskýru veðri. Ekið var sem leið liggur út Eyjafjörðinn og beygð inn í Svarfaðardal rétt áður en komið er til Dalvíkur. Ekið var um tvo km. inn dalinn en þá er komið að bænum Hofsá þar sem gangan hófst. Gangan upp á Hvarfshnúk gekk vel og vorum við kominn á toppinn rétt fyrir hádegi og þvílíkt útsýni heilu fjallasalirnir. Eftir hressingu og smá stopp var stefnan tekinn á Snækoll og farið suður fyrir Hádegishnjúk. Og enn batnaði útsýnið hvert sem litið var dalir og fjöll. Síðan var varið norður Rimar og niður rétt sunnan Messuhnjúks, en látum myndirnar tala. Frábær ferð. Fararstjóri var Viðar Sigmarsson, Myndasmiður Frímann Guðmundsson