- 24 stk.
- 23.01.2016
Eftir að ekið hafði verið að bílastæðinu á Víkurskarði var lagt upp í gögnuna á Fjall mánaðarins. Hiti var um 3°C og hægur vindur, göngufæri var oftast nokkuð gott en sumstaðar sökk nokkuð í snjó. Þegar komið var upp á fjallshrygginn var orðið all hvasst við brúnina en úrkomulaust. Nokkuð bjart var yfir til austurs og suðurs og mátti greina Hólafjall en dimmt var til vesturs. Þáttakendur í ferðinni voru 6, fararstjóri var Grétar Grímsson, myndir tóku Frímann Guðmundsson og Grétar Grímsson.