- 27 stk.
- 16.06.2019
Bólugil og Egilsárgil.
Ekið var sem leið liggur til Skagafjarðar og að Bólugili. Gangan hófst á því að gengið var upp með gilinu að norðan og fossarnir skoðaðir. Ekki urðum við vör við skessuna í gilinu enda var sól og veður hið besta. Síðan var gengið upp fyrir fossana upp á Uppsalaheiði og farið yfir ána þar sem gljúfrin hætta. Gengið síðan niður með gilinu að sunnan. Gilið og fossarnir eru mikil náttúrusmíð og friðaðir. Síðan var ekið inn að Egilsá og gengið upp með gilinu sem er hrikalegt og djúpt. Komin heim um kl. fjögur eftir góða ferð. Myndir og fararstjórn Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson