Þaulinn 2022

Dregið hefur verið í Þaulanum 2022 og verður haft samband við vinningshafa. Öll börn sem kláruðu leikinn fá viðurkenningarskjal.

Náttúran við Eyjafjörð býður upp á mörg spennandi tækifæri til hollrar og skemmtilegrar útiveru. Í samstarfi við nokkrar stofnanir og fyrirtæki á Akureyri vill Ferðafélag Akureyrar gera sitt til að kynna Eyfirðingum og öðrum landsmönnum útivistarmöguleika svæðisins fyrir alla fjölskylduna. Þetta gerir FFA m.a. með gönguleik sem kallaður er Þaulinn. Hann skiptist í flokk fullorðinna annars vegar og flokk barna yngri en 12 ára hins vegar. Leikurinn gengur út á að fara á fimm stöðvar fyrir fullorðna og þrjár stöðvar fyrir börn.
Leikurinn er skemmtileg og góð afþreying fyrir alla fjölskylduna og flottar útivistarvörur í vinning!

Ekki þarf að skrá sig til leiks heldur aðeins að skila útfylltu og götuðu svarblaði á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar. Lokafrestur til að skila inn svarblaði er 20. september 2022.

Svarblöð er hægt að fá á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, Akureyri. Einnig er hægt að prenta þau út hér af síðunni.

Fullorðnir:
Ef þú ferð á allar stöðvarnar fimm, svarar leyniorðunum rétt, gatar svarblaðið
og skilar því til FFA, getur þú átt möguleika á vinningi. 

Svarblað til útprentunar fyrir fullorðna - hér (2 blöð)

Börn yngri en 12 ára:
Ef þú ferð á allar stöðvarnar þrjár, svarar leyniorðunum rétt, gatar svarblaðið
og skilar því til FFA, getur þú átt möguleika á vinningi.
Allir þátttakendur í leik fyrir börn fá viðurkenningu.

Svarblað til útprentunar fyrir börn - hér (2 blöð)

 

Þegar frestur er útrunninn verður dregið úr innsendum svarblöðum og vinningar afhentir. Það verður auglýst sérstaklega og haft samband við vinningshafa.
Hafir þú fyrirspurnir eða vantar upplýsingar, vinsamlegast hafðu þá samband við skrifstofu FFA, sími 462 2720 mánud. - föstud. kl. 14.00-17.00 eða sendu tölvupóst á ffa@ffa.is

Hér er yfirlitskort yfir allar stöðvar Þaulans 2022.

Hér eru gps punktar fyrir stöðvarnar 2022:
Sumir staðirnir eru ekki nákvæmlega skilgreindir þannig að það gæti verið einhver ónákvæmni í þessum tölum. Hnitin miðast við sjálfan ákvörðunarstaðinn ekki leiðina.
Ath. að þegar áfangastaðurinn er sýnilegur á GPS-tækinu í göngunni verður líka að taka mið af landslaginu og slóðinni í dimmviðri.

Leyniorðin í leik fullorðinna 2022 finnur þú á þessum stöðum:

Ystuvíkurfjall - kort og lýsing

Harðarvarða - kort og lýsing

Steinbrú á Þingmannavegi - kort og lýsing

Hólafjall í Sölvadal - kort og lýsing

Nykurtjörn - kort og lýsing

Leyniorðin í leik barnanna 2022 finnur þú á þessum stöðum:

Fálkafell - kort og lýsing

Haus í Staðarbyggðarfjalli - kort og lýsing

Skólavarða - kort og lýsing

--------------------------------------------

Styrktaraðilar: