Ferðakynning hjá FFA

Ferðir ársins 2023 verða kynntar í máli og myndum fimmtudaginn 30. mars kl. 20 í Verkmenntaskólanum á Akureyri
(gengið inn að vestan).

Auk þess:

  • Sérstakar barna- og fjölskylduferðir verða kynntar.
  • Fjögur hreyfiverkefni verða kynnt, þau hefjast í apríl og maí.
  • Söguferðir/raðganga.
  • Gestir kvöldsins verða Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson, þeir sýna myndir frá skemmtilegum ferðum sem þeir hafa farið í saman.
  • Kaffihlé. Nokkrar verslanir verða með kynningu á vörum sínum.

Aðgangur ókeypis