Ferðakynning í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Ferðakynning Ferðafélags Akureyrar verður haldin fimmtudaginn 30. janúar klukkan 20.00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Örn Þór Emilsson kynnir ferðir félagsins 2020 í máli og myndum. Eftir kaffihlé flytur Tómas Guðbjartsson erindi sitt „Hlúð að hjarta landsins“. Kynning á útvistarvörum frá fyrirtækjum í bænum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.