Gengið um Þorvaldsdal í minningu Bjarna E. Guðleifssonar 

Gengið um Þorvaldsdal í minningu Bjarna E. Guðleifssonar 

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Börn Bjarna E. Guðleifssonar leiða gönguna.
Í ár eru liðin 30 ár síðan Bjarni E. Guðleifsson stóð fyrir fyrsta Þorvaldsdalsskokkinu. Í tilefni af því býður FFA upp á gönguferð í gegnum dalinn sama dag og hlaupið fer fram. Ekið er að Stærra-Árskógskirkju þar sem bílar eru skildir eftir og rúta ekur þátttakendum að Fornhaga í Hörgárdal þar sem er gangan hefst. Gengið í gegnum dalinn og að Stærra-Árskógskirkju þar sem bílarnir eru. Leiðin í gegnum dalinn er löng og falleg, gengið er yfir tvö stórgrýtt berghlaup, Hestahraun og Hrafnagilshraun. Á leiðinni munu hlauparar dagsins eflaust fara fram úr hópnum og gefst þá tilefni til hvatningar.
Vegalengd 23-25 km. Gönguhækkun 500 m.
Verð: 7.000/9.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér

Búnaðarlisti

Skráning