Gönguferð í Mývatnssveit (barna- og fjölskylduferð)

Gönguferð í Mývatnssveit

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Þátttaka ókeypis. Ef farið verður í Fuglasafn Sigurgeirs þarf að greiða aðgangseyri fyrir börn 7 ára og eldri.
Ekið verður austur í Mývatnssveit. Gengið á Hverfjall sem er skemmtileg ganga fyrir börn, frábært útsýni er af fjallinu. Tröllin í Dimmuborgum heimsótt og / eða Fuglasafn Sigurgeirs þar sem hægt er að skoða fuglana í nálægð og heyra hljóð þeirra. Gönguhækkun tæplega 400 m. Ferðin tekur u.þ.b. 4-5 klst.