Kaldbakur / Svínárhnjúkur

22. ágúst. Kaldbakur / Svínárhnjúkur skorskorskorskor  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Baldvin Stefánsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið til Grenivíkur og á bílastæði skammt utan Grenjár. Ferja þarf bíl (jeppa) út í Svínárnes. Gengið eftir stikaðri leið upp á Kaldbak, 1173 m. Þá er genginn fjallshryggurinn út á Útburðarskálarhnjúk, 1172 m. og þaðan hryggirnir út á Eiríksskarðskoll, 1040 m. og Svínárhnjúk, 1058 m. Hægt er að ganga út á Þernu, 1060 m. ef tími er til áður en gengið er niður að Svínárnesi. Vegalengd 14 km. Gönguhækkun um 1400 m.

Skráning