Komdu út og á fjöll

Upp til fjalla bíða okkar ævintýri og upplifun af ýmsum toga. Annað árið í röð býður Ferðafélag Akureyrar upp á skipulagða hópa í fjallgöngum. Í ár verða þær breytingar að „Komdu út“ verkefnið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum verða átta ferðir og í seinni hlutanum verða fimm ferðir. Hægt er að kaupa aðgang að báðum tímabilum eða bara öðru.

Gönguhópurinn Komdu út og á fjöll er fyrir alla þá sem eru í þokkalegu gönguformi og miðast þyngdarstig og gönguhraði ferða við tvo til þrjá skó. Byrjað verður rólega. Um er að ræða fastan gönguhóp sem haldið verður vel utan um, meðal annars með öruggri fararstjórn, fésbókarsíðu og góðri upplýsingagjöf. Haft verður að leiðarljósi að „njóta en ekki þjóta“.

Farnar verða átta gönguferðir á fyrra tímabilinu sem er í maí og júní og fimm ferðir á seinna tímabilinu sem er í ágúst og fram í september. Um er að ræða virka daga kl. 18:00, gert er ráð fyrir 3-4 tímum og á laugardögum eða sunnudögum kl. 09:00 og verða þær ferðir 5-7 tímar með akstri. Þátttakendur koma á eigin bílum.

Verkefnið hefst 3. maí, hópurinn hittist síðan samkvæmt auglýstu plani, sjá hér

Lágmarksfjöldi er 12 þátttakendur.

Umsjónarmenn og fararstjórar eru Anna Sigrún Rafnsdóttir og Kristján Hreinsson

Verð:
Ef bæði tímabilin eru keypt strax að vori kosta þau saman 39.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra bætist félagsgjald í FFA við sem er 8.700 kr. Greiða þarf þegar lokað verður fyrir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka.

Ef tímabilin eru keypt sitt í hvoru lagi kosta þau:

  • Vor 2021: 27.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra bætist félagsgjald í FFA við sem er 8.700 kr.
  • Haust 2021: 16.500 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra er verðið 19.500 kr.

Skráningu lýkur 29. apríl og verkefnið hefst 3. maí. Hægt er að beina fyrirspurnum á netfangið ffa@ffa.is svo og hringja í síma 462 2720 á milli kl. 11 og 13. Fararstjórar svara einnig fyrirspurnum.

Skráning