Næsta ferð 9. ágúst: Hjaltadalsheiði

Hjaltadalsheiði -

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir

Ekið fram að Staðarbakka í Hörgárdal. Gengið er fram dalinn og yfir heiðina sem leið liggur niður Hjaltadalinn að Reykjum þar sem rúta bíður eftir hópnum og ekið heimleiðis. Mest gengið eftir gömlum slóðum þannig að leiðin er ekki erfið en þó nokkur hækkun (750 m) en löng ganga (10 - 12 klst.), þannig að fólk þarf að hafa gott gönguþol enda er ferðin merkt 3 - 4 skór. Vaða þarf a.m.k. þrjár ár á leiðinni. Góðir vaðskór nauðsynlegir (þeir þurfa að ná yfir hælinn t.d. með hælbandi). Gott að hafa göngustafi. Gott og orkuríkt nesti fyrir heilan dag.

Vegalengd: 29 km. Gönguhækkun: 750 m. Áætlaður göngutími 10 - 12 klst. Áætlaður heildar tími er frá kl. 8 -22 frá Akureyri og til baka til Akureyrar.

Verð: kr. 16.000 / 18.700 kr. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð