Næsta ferð 1. apríl: Mosi í Böggvisstaðadal

Mosi í Böggvisstaðadal: Skíðaganga

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson
Ekið til Dalvíkur að skíðaskálanum í Böggvisstaðafjalli. Þaðan er skíðað upp í Böggvisstaðadal og áfram inn dalinn, fram hjá Dalakofanum sem er áningarskáli og kúrir undir Grímubrekkum. Áfram er haldið í áfangastað sem er skálinn Mosi. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 15 km. Gönguhækkun 650 m. Greiða þarf aðstöðugjald í Mosa.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Búnaðarlisti

Skráning