Næsta ferð 17. febrúar: Vaðlaheiði

Vaðlaheiði: Skíðaganga
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Arnaldur Haraldsson.
Ekið í Víkurskarð, bílar skildir eftir þar. Gengið þaðan upp á Vaðlaheiði og haldið í suður eftir hæðóttu landslagi að Skólavörðu. Haldið til baka í bíla, leiðin ræðst af veðri og færð. Af Vaðlaheiði er gott útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörð.
Vegalengd getur orðið 18-20 km en það fer eftir snjóalögum og hvaða leið verður fyrir valinu. Gönguhækkun getur verið á bilinu 300-500 m. en það fer eftir því hvaða leið verður fyrir valinu.
Verð: 2.500/4.000. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð á skrifstofu FFA við brottför.

Búnaðarlisti

Skráning