- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Þaulinn 2025
- Skálar
- Myndir
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Það þarf að vera á fjórhjóladrifnum bílum s.s. jepplingum eða stærri bílum.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Hermann Gunnar Jónsson
Hætt hefur verið við ferðina á Kamb vegna þess að efst í fjallinu hafa skapast hættulegar aðstæður. Í staðinn verður farið á tvö fjöll á Flateyjardal, Þverárfjall sem er 791 m hátt og Mógilsdalskamb sem er 751 m hár. Aðgengileg leið á ljómandi útsýnisfjöll.
Vegalengd alls um 14 km. Heildargönguhækkun um 1100 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.