Fararstjórar

Til baka

Hermann Gunnar Jónsson

Fararstjóri

Hermann Gunnar er Bárðdælingur búsettur á Grenivík, fæddur og uppalinn við að skottast í kringum kindur, kýr og hesta. Frá árinu 2007 hefur hann stundað fjallgöngur að nokkru marki og þar mest verið einfari. Hjólreiðar, fjallahlaup og gönguskíði hefur hann einnig stunduð seinni árin. Árið 2016 kom út bókin Fjöllin í Grýtubakkahreppi þar sem Hermann segir frá gönguferðum sínum í máli og myndum á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, auk þess eru í bókinni gönguleiðalýsingar á nokkur af þessum fjöllum hugsaðar fyrir almenning. Hermann hefur farið þó nokkrar þriggja til fimm daga ferðir með gönguhópa um Fjörður og Látraströnd bæði fyrir FÍ og eina fyrir FFA seinni árin.  

Í nágrenninu má segja að í uppáhaldi gönguleiða Hermanns séu annars vegar nokkrar leiðir upp á Skessuhrygg en topp dagleið finnst honum vera það sem hann kallar Svínárdalshringurinn (gengin réttsælis). Þá hefst gangan í Svínárnesi, haldið upp á Svínárhnjúk (frábært að skjótast þaðan út á Þernu), síðan á Útburðarskálarhnjúk og loks á Kaldbak og niður á Grenivík.  

Í bakpokann má ekki vanta skyndihjálparpakka og kakó.