Næsta ferð 4. júlí: Laxárdalur

Laxárdalur skorskor

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Áætlaður göngutími er 4–6 klst.
Ekið að sumarhúsinu á Rönd norðan Sandvatns við Mývatn. Gengið þaðan vestur niður í Laxárdal hjá Hólkotsgili. Skoðum Laxá og gömlu brúna hjá Brettingsstöðum. Síðan gengið gegnum Varastaðaskóg í Ljótsstaði. Fallega gróið svæði með áhugaverða sögu. Vegalengd um það bil 12 km., mest allt niður í móti. Munið að skrá ykkur hér
Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig. Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis og taka tillit til ferðafélaga nú þegar tveggja metra reglan er valkvæð.