Mývatnssveit: Skíðaganga
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Gróa B. Jóhannesdóttir og Halldór Snæbjarnarson.
Ekið að Kröfluvirkjun. Skíðaganga í nágrenni Kröflu með löngum ávölum brekkum. Viðkomustaðir ráðast af snjóalögum, en á svæðinu eru Hrafntinnuhryggur, Sandabotnar, Hágöng, Graddabunga, Hreindýrahóll, Gjástykki, Leirhnjúkur og Víti.
Vegalengd: 15-18 km. Gönguhækkun: Fer eftir snjóalögum en hún er alltaf einhver
Verð: 3.500/5.000. Innifalið: Fararstjórn.
Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.