Fararstjórar

Til baka

Óskar Ingólfsson

Fararstjóri

Óskar er Akureyringur og ólst upp á Eyrinni. Á sumrin fór hann í sveitina sína austur í Kelduhverfi sem var hans annað heimili. Þar er tenging við náttúruna sterk og má segja að Óskar hafi fengið útivistaráhugann beint í æð frá unga aldri. Hjól og skíði eiga hug hans allan og finnst honum fátt skemmtilegra en að komast á tindana eftir þeim leiðum og geta brunað niður á meiri ferð en fæturnir leyfa. Óskar var í björgunar-sveitunum Súlum á Akureyri og Héraði á Egilsstöðum. 

Óskar hefur starfað sem leiðsögumaður til margra ára hjá stórum og smáum fyrir-tækjum víðsvegar um landið. Hann hefur gert mikið að því að fara með hópa í jöklagöngur og á hann sem dæmi einar 500 ferðir á Sólheimajökul. Ævintýraferðir á jeppa eða nokkurra daga göngur um landið eru einnig algeng verkefni. Í dag starfar Óskar sem öryggisfulltrúi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. 

Óskar byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2021 og leiðir hreyfihópinn „Gengið inn í haustið með FFA“ ásamt konu sinni Áslaugu Melax. 

Uppáhalds útivistarsvæði Óskars eru Kverkfjöll og Þórsmörk.