Gönguvika FFA 2025

Gönguvika FFA 20. - 26. júní 2025

Erfiðleikastig

Búnaðarlistar

20. júní: Kvöldferð. Fossaferð - Myrkárgil í Hörgárdal 

Föstudagur: Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Svavar A. Jónsson
Svavar leiðir þátttakendur um Myrkárgil í Hörgárdal. Þar er m.a. hægt að sjá Kálfafoss, Byrgisfoss og Geirufoss.
Ferðin tekur um það bil þrjá tíma og er einhver hækkun upp með gilinu til að sjá fossana.
Gert er ráð fyrir að koma til baka um kl. 21.
Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð

21. júní: Miðnæturganga í Mývatnssveit á lengsta degi ársins

Stóragjá - Grjótagjá - Hverfjall - Dimmuborgir

Laugardagur: Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Það getur verið ævintýri líkast að ganga í Mývatnssveitinni seint að kvöldi og því ætlar FFA
að bjóða upp á eina slíka ferð.
Gangan hefst við Reykjahlíð í Mývatnssveit. Gengið eftir slóðum og stígum að mestu í hrauni en á köflum eru þeir grófir og ójafnir.
Fararstjóri mun segja frá og vera með fræðslu um jarðfræði og fleira á svæðinu eftir því sem aðstæður leyfa.
Gengið þægilegan stíg upp á Hverfjall og eftir brúninni að suðurhlið gígsins og þar niður brattan stíg með lausum sandi og svo eftir stíg um hraunið inn í Dimmuborgir. Ef einhverjir þátttakendur vilja ekki fara upp á Hverfjall þá er greiðfær gönguleið meðfram fjallinu þar sem hægt er að hitta hópinn þegar hann kemur niður af fjallinu. Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: 150 m á Hverfjall. Gott getur verið að hafa göngustafi og vera í góðum skóm og flugnanet. Selflytja þarf bíla.
Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: 150 m á Hverfjall.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn
Gert er ráð fyrir að koma til baka eftir miðnætti.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

21. júní: Kvöldferð. Sólstöðuganga á Múlakollu

Laugardagur: Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum, upp dalinn norðan Brimnesár.
Geysimikið útsýni er til allra átta af hátindi kollunnar. Sama leið farin til baka.
Vegalengd: 8 km. Gönguhækkun: 930 m.
Verð: 2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

22. júní: Óvissuferð í Kinninni  

Sunnudagur: Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Erla Sigurðardóttir
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

23. júní: Fjögurra tinda ferð í Eyjafirði. Laufásstrandarfjöllin
Jónsmessuganga, kvöldferð

Mánudagur: Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Gangan hefst við malarnámuna við þjóðveginn milli Ystuvíkur og Fagrabæjar. Gengið upp á Ystuvíkurfjall og norður á Kræðufell,
þaðan niður í Fagrabæjargil (bratt og skriður) og upp á Dýrðarnípu yfir á Dýrðarbungu og endað á Laufáshnjúk.
Síðustu 300 metrarnir eru svolítið brölt. Að lokum er farið niður af Laufáshnjúk þar sem bílar munu bíða en byrja
þarf á að ferja bíla þangað. Útsýnið af fjöllunum er mikið og geysifagurt bæði til suðurs og norðurs og að kvöldlagi
á þessum árstíma er von á fallegu sólarlagi. Aðeins hluti leiðarinnar er stikaður.
Vegalengd: 11 - 12 km. Gönguhækkun: 1000 m.
Verð: 5.200 / 6.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

24. júní: Kvöldferð. Fálkafell - Gamli - Kjarni - Fálkafell -

Þriðjudagur: Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Ekið að bílastæði við Fálkafell. Gengið á skátaskálanum Fálkafelli og síðan sem leið liggur að
skátaskálanum Gamla. Þaðan er farið niður í gegnum Kjarnaskóg og sem leið liggur til baka
að bílastæðinu við Fálkafell.
Vegalengd: 9 km. Gönguhækkun: 220 m.
Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð

25. júní: Kvöldferð. Arnarstaðaskál í Eyjafirði

Miðvikudagur: Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Jónína Sveinbjörnsdóttir og Helga Sigfúsdóttir sem er heimamanneskja á staðnum.
Arnarstaðaskál í Eyjafirði er snotur, gróin skál eða sylla í fjallinu fyrir ofan Arnarstaði fram í Eyjafirði að austan.
Þægilegt gönguland, að mestu bílslóð og kindagötur.
Nestisstopp verður tekið á leiðinni þar sem ljúft er að njóta útsýnis og kyrrðar. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 9 km. Gönguhækkun: 450 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Skráning í ferð

26. júní: Kvöldferð. Ystuvíkurhnjúkur / Ystuvíkurfjall 

Fimmtudagur: Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjóri: Hulda Jónsdóttir
Gengið frá bílastæði á Víkurskarði eftir stikaðri leið til vesturs upp hlíðina og á toppinn, 552 m.
Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar.
Vegalengd 6,6 km. Gönguhækkun 370 m.
Þátttaka ókeypis

Skráning í ferð