Dagmálanibba 860 m.

Dagmálanibba 860 m.  Nýtt

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að bænum Hofi í Svarfaðardal þar sem lagt er á fjallið norðan Hofsár og gengið upp hlíðina en síðan sveigt til norðurs ofan við Hofsskál. Gengið er skáhallt norður og upp Efrafjall. Komið er upp á fjallið sunnan við Dagmálanibbu og gengið norður á nibbuna. Vegalengd alls 5 km. Gönguhækkun 830 m.

Skráning