Ferðinni hefur verið aflýst!
Rútuferð um Tröllaskaga: Sögu- og menningarferð
Brottför kl. 9 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bragi Guðmundsson
Áhugaverð hringleið um Tröllaskaga undir samfelldri leiðsögn fararstjóra. Byrjað er á því að fara frá Akureyri um „Skottið“ til Siglufjarðar með viðkomu í Héðinsfirði. Á Siglufirði verður ein menningarstofnun skoðuð og síðan liggur leiðin til Haganesvíkur sem á sér mikla sögu. Þar fær hópurinn sér göngu áður en haldið er til Hofsóss í hádegisverð. Frá Hofsósi er farið heim að Hólum og áð þar stutta stund. Þaðan er farinn hringur um Hegranes að minnisvarða um Jón Ósmann við vesturós Héraðsvatna til Sauðárkróks og síðan sem leið liggur til Akureyrar.
Verð: 18.000/20.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Þessa ferð þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér