Upp með Hrappsstaðaá

Upp með Hrappsstaðaá  

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhanna Ásmundsdóttir
Gengið er upp með Hrappsstaðaá meðfram gili sem oft er nefnt Kífsárgil. Þægileg ganga upp með gilinu þar sem fossar og flúðir gleðja augað. Gott er að setjast niður oá leiðinni, fá sér nesti og njóta útsýnisins. Gengið verður eins langt og hátt og fólk vill. Gott að vera í góðum gönguskóm og með göngustafi.
Vegalengd alls 4-5 km. Gönguhækkun: 200 - 300 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

Skráning