Vesturárdalsleið með viðkomu á fjallinu Ingjaldi 1275 m.

Vesturárdalsleið með viðkomu á fjallinu Ingjaldi 1275 m.  

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Una Þórey Sigurðardóttir
Verð: 12.000/10.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Hér er genginn fallegur, fáfarinn fjallvegur á milli Skíðadals og Kolbeinsdals í Skagafirði. Ekið að Stekkjarhúsi í Skíðadal þar sem gangan hefst. Gengið fram Skíðadal og sveigt fram Vesturárdal. Farið upp í skarðið milli Staðargangnafjalls og Ingjalds og þaðan á Ingjald, ef vill. Af skarðinu er mjög falleg fjallasýn. Þaðan er gengið í Ingjaldsskál og Ingjaldsánni fylgt með mjög fallegum fossum. Farið yfir Kolbeinsdalsá á fjárbrú og gengið út Kolbeinsdal þar sem hópurinn verður sóttur. Vegalengd um 19 km með viðkomu á Ingjaldi. Gönguhækkun 1050 m.

Skráning