100 ára

Álfheiður Jónsdóttir verður 100 ára þann 21. febrúar. Á árum áður var hún ötull liðsmaður í Ferðafélagi Akureyrar. Hún starfaði þar sem fararstjóri og fór ófáar ferðir í Laugafell.

Ferðafélag Akureyrar óskar Álfheiði til hamingju með daginn og þakkar henni gott starf með félaginu og hlýhug til félagsins. Í grein í Morgunblaðinu kemur vel fram hversu mikils virði fjallgöngur og þessi félagsskapur var henni.

Fyrir hönd Ferðafélags Akureyrar
Þorgerður Sigurðardóttir,
formaður FFA