11.-13.ágúst:Jeppaferð

Drög að ferðaáætlun tilbúin.

Föstudagur kl 18.00. 
Brottför frá FFA.  Ekið í rólegheitum fram Eyjafjarðardal í Laugafell, ca 2-3 tímar.  Í Laugafelli verða svo bara rólegheit um kvöldið, t.d. hægt að fá sér kvöldgöngu um nágrennið eða kíkja í laugina.
 
Laugardagur, brottfarartími ákveðinn á föstudagskvöldið.
Byrjum á að keyra upp á Laugafellshnjúkinn og skoða þar útsýnið ef veður er bjart.  Því næst keyrt suður að Sprengisandsleið og áleiðis inn á Gæsavatnaleið.  Stoppum eins oft á leiðinni og fólk vill, njótum útsýnisins og tökum fullt af myndum.  Förum að fossinum Gjallanda í Skjálfandafljóti og niður að Hitulaug.  Að því loknu förum við upp að Gæsavötnum og gömlu leiðina austur Urðarhálsinn, framhjá Kistufelli og flæðurnar austur að Dreka. 
Tímasetningar verða bara látnar ráðast af veðri, stemningu og því hvað fólk vill gera.  Förum rólega yfir enda leiðin grýtt og seinfarin.  Gistum í Dreka um kvölidið.
 
Sunnudagur:  Hugmynd að brottfarartíma frá Dreka er kl 13.00, (fer annars eftir því sem fólk vill).  Um morgunin geta þeir sem vilja farið upp að Öskjuvatni og Víti, aðrir geta skoðað sig um í nágrenni Dreka eða gert það sem þeir vilja.  Eftir það er keyrt í Herðubreiðarlindir og stoppað þar, kíkt á Eyvindarkofann ofl.  Það sem eftir lifir dags notum við svo í að mjaka okkur til byggða og til Akureyrar, stefnum á að vera komin þangað um kvöldmatarleytið. 
 
 

 

Fararstjóri Björn Magnússon og brottför er frá skrifstofu FFA kl.18:00.

Verð kr. 4.000.-/4.500.-  á mann (gisting innifalin í verði).