12 - 13. febrúar. Þorraferð í Gil

Lagt er af stað við afleggjarann á Leirdalsheiði og er gengið út heiðina í skálann á Gili þar sem snæddur verður kjarngóður þorramatur og drukknar hinar dýrustu guðaveigar um kvöldið.
Daginn eftir er gengið til baka um Trölladal.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson
Verð: kr 4.000 / kr. 3.500
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför frá FFA kl. 9.00