14. júlí. Illviðrahnjúkar – Strákar v. Siglufjörð.

14. júlí. Illviðrahnjúkar – Strákar v. Siglufjörð.  Myndir
Ekið er til Siglufjarðar og upp í Siglufjarðarskarð. Gengið þaðan á Illviðrahnjúka og áfram eftir fjallsbrúnum út á Stráka þar sem  snúið er við og farið niður í Hvanneyrarskál og niður á veg.
Ekki fyrir lofthrædda. Hámarksfjöldi 12 manns. Vegalengd 15 km, hækkun 700m.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson, Jóhannes Kárason.
Verð: kr. 3.000 / kr. 2.500
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 8.00