15.júlí: Nýjabæjarfjall: Ferð aflýst.

Villingadalur-Ábær. (3 skór)

Genginn verður svokallaður vetrarvegur vestur yfir Nýjabæjarfjall.

Farið verður með rútu frá skrifstofu FFA og keyrt inn að Villingadal og gengið þaðan upp í Svardal og yfir Nýjabæjarfjall, niður milli Illugilja og um Tinnárdal að Ábæ í Austurdal. Staldrað er við í Ábæ og kirkjan skoðuð undir leiðsögn fróðra manna. Göngumenn verða síðan sóttir að Ábæjaránni og ekið til Akureyrar. (Ferðin tekur ca. 12 klst.)

Fararstjóri er Ingvar Teitsson og brottför er kl.8:00.

Verð kr. 3.900.-/4.700.-