27-29. mars - Klaustur-Húsavík - skíðaferð.

Ekið að Klaustri á Mývatnsöræfum austan Námaskarðs. Þaðan gengið norður að Eilífsvötnum og gist í Hlíðarhaga. Gengið daginn eftir að Þeistareykjum og gist þar. Á sunnudag haldið áfram til Húsavíkur um Reykjaheiði. Þetta er stórkostleg gönguleið og frábært útivistarsvæði, sem engan svíkur.

Fararstjóri í ferðinni verður Frímann Guðmundsson.

Verð: kr. 10.200 (kr. 9.000,- fyrir félagsmenn FFA), innifalin er fararstjórn, gisting og akstur.

Brottför verður frá FFA kl. 13:00.