30. ágúst. Hákambar í Svarfaðardal

30. ágúst. Hákambar í Svarfaðardal 
Ekið er á einkabílum að Atlastöðum í Svarfaðardal. Þaðan er gengið fram dalinn sunnan ár og upp brattar skriður uns komið er á fjallsbrún gegnt Unadal. Útsýn er hér geysi mikil og sér niður yfir Höfðaströnd og yfir Skaga. Áfram er haldið um Hákamba og komið á slóð Heljardalsheiðar og henni fylgt niður til byggða við Kot.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: Frítt / kr. 1.000
Brottför kl. 8.00