Ferðafélagið verður 80 ára föstudaginn 8. apríl næstkomandi. Verður opnuð afmælissýning í anddyri Amtsbókasafnsins kl. 17 þann dag og verður sýningin opin allan aprílmánuð. Einnig verða fræðslukvöld um mismunandi þemu. Um húsakostinn þann 14., um ferðirnar þann 20. og loks um fjallaslóða og breyttan ferðamáta 28. apríl. Við munum minna reglulega á þessa viðburði.