Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar frá og með 05.06.2012

 

 “Á toppnum með Ferðafélagi Akurreyrar”.

Leikuruinn hefst 05.06.2012 , Það kostar ekkert að taka þátt.

Tilgangur verkefnisins er að vekja áhuga Akureyringa og annarra á nánasta umhverfi  bæarins og hvetja til útivistar. Einnig vonumst við til að leikurinn hvetji til sameiginlegrar úrivistar fjölskyldna.

Verkefnið felst í því að þátttakendur fá bækling um leikinn á skrifstofu FFA , þar finna þeir fyrsta leyniorðið og gata í fyrsta sinn þáttökuspjaldið sitt .  Í bæklingnum eru svo upplýsingar um 5 staði sem fara þarf á , finna þar leyniorð og gata þáttökuspjaldið. Í lok sumars ættu að vera 6 mismunandi göt á spjaldinu og 6 mismunandi leyniorð. Að þessu loknu skrifar þáttakandi nafn og heimilisfang á spjaldið og sendir á skrifstofu FFA.

Þeir sem hafa allt rétt fá viðurkenningarskjal um að þeir séu “þaular” (þauli er sá sem þekkir eitthvað í þaula). Síðan verður dregið úr réttum spjöldum og þeir heppnu fá útivistarvörur í vinning að verðmæti allt að kr. 50.000,-.

Komið og verið með, það kostar ekkert.