Afhending þaulaviðurkenninga og þáttökuverðlauna

Afhending þaulaviðurkenninga og þáttökuverðlauna

Fimmtudaginn 23.10 voru afhentar 42 þaulaviðurkenningar í kaffihúsinu á Amtbókasafninu.

143 skráðu sig til þátttöku í verkefninu og 64 skiluðu þátttökuspjaldi.

Eins og tvö síðastliðin ár fengum við gefins marga góða muni til að hafa sem vinninga í þátttökuhappdrættinu.

Eftirtaldir þátttakendur fengu vinninga:

Lárus Sverrisson, Lára Þorvaldsdóttir og Rafn Elíasson fengu öll húfur sem 66°NORÐUR gáfu okkur. Margrét Svanlaugsdóttir og Kolbrún Hauksdóttir fengu báðar Fjallabókina eftir Jón Gauta Jónsson áritaða af höfundi en Ferðafélag Akureyrar gefur þá vinninga. Ágúst  Jón Aðalgeirsson  fékk kíki sem eldhaf.is gaf.  Ómar Svanlaugsson fékk gjafabréf frá INTERSPORT upp á kr. 25.000.

Sandra Björk Arnardóttir fékk stakk sem Ellingsen gaf okkur.  Arnaldur Haraldsson fékk einnig stakk sem Cintamani og Sportver gáfu  og að lokum fékk Anna María Gunnarsdóttir 40 lítra göngupoka frá Horninu.

Ferðanefnd vill þakka öllum gefendum verðlauna kærlega fyrir stuðning þeirra og einnig viljum við þakka Akureyrarstofu og KEA kortinu fyrir þeirra stuðning við verkefnið.

Við þökkum einnig öllum fyrir þáttökuna  og vonums til að hittast á sama vettvangi næsta sumar.

Myndir frá afhendingunni má sjá á heimasíðunni undir Myndir- Aðrir viðburðir.

Ferðanefnd