Afmælisraðganga FFA annar áfangi 8. ágúst

2. áfangi - sunnudaginn 8. ágúst: Gengið fram Fnjóskadal

Brottför kl. 9 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn og leiðsögn: Ósk Helgadóttir og Hermann R. Herbertsson
Verð: 8.000/6.500. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.
Ekið að eyðibýlinu Grjótárgerði í Fnjóskadal og gengið þaðan fram Fnjóskadal. Staðkunnugir fararstjórar segja frá ýmsu áhugaverðu en dalurinn á mikla sögu og tilvalið að taka góða sögustund af og til á leiðinni. Hjá Illugastöðum er haldið austur yfir Fnjóská og síðan gengið inn dalinn austan ár að eyðibýlinu Sörlastöðum. Þangað sækir rútan hópinn. Vegalengd: 11 km, lóðrétt hækkun: 90 m. Áætlaður ferðatími: 5-6 klst. Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og eins metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt og grímur meðferðis.

Skráning